Húsið er 84 m² með þremur svefnherbergjum svefnaðstaða fyrir 6. Góð stofa, eldhús og bað. Skylt er að nota sængurlín í öll rúm.
ATH. LEYFILEGT AÐ VERA MEÐ HUND Í ÞESSU HÚSI.
Reglur vegna hundahalds:
- Eingöngu heimilt að hafa hunda á svæðinu sem hafa tilskilin leyfi.
- Lausaganga hunda stranglega bönnuð.
- Eigendur þurfa að hirða upp eftir hunda sína.
- Hundar mega ekki fara upp í rúm, sófa eða stóla.
- Óheimilt er að hafa hunda bundna við hús eftirlitslausa.
- Þrífa þarf orlofshúsið sérstaklega "VEL" við brottför.
- Félagsmaður samþykkir að greiða fyrir skemmdir sem kunna að verða af völdum hunds hans.