Bændasamtök Íslands
Verðlisti 2022-2023
Á HÓTEL HOLTI ERU 42 HERBERGI: 4 Single, 7 Twin, 19 Double, 8 Junior Suites og
4 Suites
BÓKANIR OG FREKARI UPPLÝSINGAR: holt@holt.is
INNIFALIÐ FYRIR GESTI:
- Frítt þráðlaust Internet.
- Frítt bílastæði.
- 15% afsláttur af matseðli á Holt Restaurant, einnig er gestum veitingastaðarins boðið að skrá sig í listagöngu um safnkost hótelsins þeim að kostnaðarlausu.
SKILMÁLAR FYRIR EINSTAKLINGSBÓKANIR
- AFBÓKUN / NO SHOWS: 48 klst. fyrir komu. Innan þess tíma er rukkað fyrir fyrstu nóttina.
- INNRITUN: Eftir kl. 15:00.
- BROTTFÖR: Fyrir kl. 12:00.
SKILMÁLAR FYRIR HÓPABÓKANIR (5 HERBERGI EÐA FLEIRI)
- Til að staðfesta bókun þarf að greiða staðfestingargjald. Þetta á ekki við um aðila sem hafa farsæla viðskiptasögu við hótelið.
- Staðfestingargjald nemur fyrstu gistinótt alls hópsins. -Hægt er að staðfesta bókun með fyrirtækjakorti.
- Vinsamlegast virðið eftirfarandi:
-Stöðulisti þarf að berast hótelinu 8 vikum fyrir komudag. -Lokanafnalisti þarf að berast hótelinu 4 vikum fyrir komudag.
AFBÓKUNARSKILMÁLAR HÓPA
- Afbókun hóps þarf að berast í síðasta lagi 8 vikum fyrir komudag, til að forðast afbókunargjald. Berist afbókun með skemmri fyrirvara mun afbókunarkostnaður falla á ferðaskrifstofu sem hér segir:
6 - 8 vikum fyrir komudag, 10% af heildarverði bókunar. 4 - 6 vikum fyrir komudag, 20% af heildarverði bókunar. 2 - 4 vikum fyrir komudag, 50% af heildarverði bókunar. Innan við 2 vikum fyrir komudag, 80% af heildarverði bókunar. 48 klst. fyrir komudag, 100% af heildarverði bókunar.
AUKA RÚM
- Boðið er upp á auka rúm (e. sofabed) í Junior Suites/Suites gegn 6.750 kr. aukagjald. Panta þarf auka rúm fyrirfram. ? Morgunverður er ekki innifalinn.
- Hægt er að setja barnarúm í allar herbergjategundir. ? Án aukagjalds.
Við áskiljum okkur rétt á því að takmarka fjölda bókana frá samningsaðilum á samningsverðum. Komi til þess að samningsaðili fái ekki að staðfesta bókun á samningsverðum, verður honum boðið að bóka herbergi samkvæmt verðskrá á holt.is - og í þeim tilvikum munu samningsaðilar fá 10% söluþóknun af þeim verðum.
|