Þrifagjald:

Þrifagjald er innheimt að upphæð 25.000 kr. ef ekki er þrifið nægilega vel eftir dvöl að mati umsjónarmanns. Öll hús eru yfirfarin af umsjónarmönnum eftir hverja dvöl. Ljósmyndir eru teknar því til staðfestingar og sendar sjóðfélaga í tölvupósti. Þrifagjaldið er síðan sent í heimabanka sjóðfélaga. Á meðan að þrifagjald er ógreitt er lokað fyrir sjóðfélaga á orlofsvef.