Úthlutunartímabil

Fyrirkomulag

Á úthlutunartímabilum er:

Gæludýrahúsum, tegundum húsa og svæðum er skipt jafnt í hópana eins og unnt er til að gæta jafnræðis á milli hópanna.

Umsóknir

Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum orlofsvef OBHM. Sjóðfélaga er heimilt að sækja um í báðum hópunum (punktastöðu og hlutkesti) en getur þó aðeins fengið úthlutað 1 viku að sumri og 1 viku um páska.

Umsóknarfrestur

Umsóknartímabil vegna umsókna fyrir páska og sumar er auglýst sérstaklega ár hvert. Þó er reynt að hafa þessar dagsetningar sem viðmið:

Úthlutað 50% orlofskosta eftir punktastöðu sjóðfélaga

Hér gildir sú regla að sá sjóðfélagi sem á flesta punkta á þeim orlofkosti og þeim tíma sem sótt er um hlýtur þá úthlutun. Ef umsækjendur eru jafnir að punktastöðu skulu eftirfarandi atriði ráða ákvörðun um hver fær úthlutun í eftirfarandi forgangsröð:

  1. Lengd frá síðustu úthlutun, ef jafn langt er frá henni skal hlutkesti ráða.
  2. Punktafjöldi í upphafi árs ræður úrslitum vegna úthlutunar þess árs.

Úthlutað 50% orlofskosta eftir hlutkesti

Dregið er af handahófi úr þeim umsóknum sem berast.   

Takmörkun á úthlutun

*Sjóðfélagi getur þó bókað þá orlofskosti sem eru enn lausir þegar það opnar fyrir alla til að bóka.

Greiðslufyrirkomulag úthlutunar

Úthlutun vegna dvalar á úthlutunartímabilum ber að greiða í síðasta lagi á eindaga sem er að jafnaði tveimur vikum eftir lok úthlutunar. Ef sjóðfélagi greiðir ekki á eindaga fellur úthlutunin úr gildi.

 Forgangsbókun eftir úthlutun og greiðslutíma

Þeir sem að skila inn umsóknum í hópinn 50% úthlutað eftir punktastöðu og/eða hópnum 50% úthlutað eftir hlutkesti en fá ekki úthlutun eru í forgangi um bókun í eina viku eftir að ljóst er hvaða orlofskostir eru lausir eftir greiðslufrest. Sama gildir um þá sem ekki greiða fyrir úthlutaða umsókn.

Allir geta bókað

Eftir að forgangsbókun er lokið opnar fyrir það sem verður laust og geta þá allir sjóðfélagar bókað (fyrir utan þá sem hafa nú þegar fengið úthlutað eða bókað eina viku á því tímabili) og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

ATH Þeir sem eru ævigjaldsþegar geta bókað í þessari opnun.