Mokstur og ófærð á vegum:

Til þess að spyrjast fyrir um færð þá er best að hringja í umsjónarmann viðeigandi svæðis.

Orlofssjóður OBHM reynir eftir bestu getu að moka á komu og brottfarardögum. Göngustígar á orlofssvæðum og að orlofskostum eru þó ekki alltaf ruddir. Orlofssjóður OBHM ábyrgist ekki veðurskilyrði eða færð á þjóðvegum. Ef Vegagerðin lokar vegum vegna ófærðar sem gerir það að verkum að sjóðfélagi kemst ekki í bókaðan orlofskost þá getur sjóðfélagi óskað eftir 100% endurgreiðslu. Senda þarf tölvupóst á sjodir@bmh.is

Gott að ath færð á vegum inn á www.vegagerdin.is áður en lagt er af stað í bústað.