Árgjald:
Upphæð: 3.619 kr (2024)
- Atvinnuleitendur, öryrkjar, fólk í launalausu leyfi, námsleyfi eða endurhæfingarlífeyri geta borgað svokallað árgjald í sjóðinn og þannig viðhaldið aðild sinni það árið.
- Árgjaldið árið 2024 er kr. 3.619 kr,- og jafngildir ávinnslu 48 punkta. ATH að ekki er hægt að fara í meira en -48 punkta.
- Árgjaldið tekur breytingum árlega (janúar) og er miðað við launavísitölu og grunnvísitöluna 803,8.
- Sýna þarf fram á atvinnuleysi með launaseðli frá Vinnumálastofnun.
- Staðfestingu frá yfirmanni ef um launalaust leyfi eða námsleyfi er að ræða.
- Ef um örorku er að ræða þá þarf að senda afrit af örorkuskírteini eða góða mynd því.
- Gögn skal senda á sjodir@bhm.is
- Sjóðfélagi fær árgjaldið sent í heimabankann eftir að gögn hafa borist.
- Þegar árgjaldið er greitt helst sjóðfélaginn uppfærður út árið.
- Sækja þarf aftur um árgjaldið ári seinna ef viðhalda á réttindum áfram.