Ævigjald:

Upphæð 24.435 kr. ( 2024) 

I. Almennt:

Þeir sjóðfélagar sem njóta fullra réttinda í OBHM við töku lífeyris geta greitt ævigjald til þess að viðhalda sjóðaðild og fá við greiðslu 72 punkta. Um frekari punktaávinnslu er ekki að ræða. ATH að ekki er hægt að fara í meira en -48 punkta. Sjóðfélagi hefur 24 mán til þess að óska eftir ævigjaldi eftir að iðgjaldagreiðslur hætta að berast í orlofssjóðinn. Við greiðslu á ævigjaldi viðheldur sjóðfélagi sömu réttindum og áður fyrir utan að geta ekki sótt um  á úthlutunartímabilum, páska og sumar  Ævigjaldsþegar geta þó bókað þegar það opnar fyrir alla til að bóka eftir úthlutun og forgangsbókun. 

II. Verð:

Ævigjaldið tekur breytingum árlega (janúar) og er miðað við launavísitölu og grunnvísitöluna 803,8.

III. Umsókn:

Til þess að sækja um æviaðild þarf að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is með meðfylgjandi staðfestingu á því að lífeyristaka sé hafin. T.d. skjáskot af launaseðli frá lífeyrissjóði eða staðfestingu frá lífeyrissjóðnum að lífeyristaka sé hafin. 

Sjóðfélagi fær síðan ævigjaldið sent í heimabankann. Þegar ævigjaldið er greitt er sjóðfélagi uppfærður í kerfinu.