Kaupskilmálar

  1. Afhending/afgreiðslutími
    1. Þegar verslað er á vefnum þá verður til greiðslukvittun með lýsingu á því sem sjóðfélagi var að kaupa.
    2. Sé um kaup á dvöl í orlofshúsi þá þarf að framvísa kvittun hjá umsjónarmanni svæðis eigi það við.
    3. Sé um að ræða kaup á hótelmiða þá þarf sjóðfélagi að framvísa hótelmiða við komu á hótelið.
    4. Sé um að ræða kaup á flugmiða hjá Icelandair, Air Iceland connect og Flugfélaginu Erni þá kemur flugkóðanúmer fram á kvittun sem má síðan nota á síðu viðkomandi flugfélags.
    5. Gjafabréf hjá Flugfélaginu Erni þá er miðinn eingöngu fyrir sjóðfélaga í Orlofssjóði Bandalags háskólamanna (OBHM), því er ekki hægt að nota hann sem greiðslu fyrir aðra en þá sem eru sannarlega sjóðfélagar í OBHM. Gefa þarf upp kennitölu við bókun og sýna persónuskilríki við innritun í flug.
    6. Sé um að ræða kaup á Útilegukorti, Veiðikorti eða Golfkorti fær sjóðfélagi vöruna senda á skráð heimilisfang sitt og netfang.
    7. Sé um að ræða kaup á gjafabréfum hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ) eða Útivist þá gildir hvert gjafabréf fyrir einn einstakling upp í ferðir sem auglýstar eru í ferðaáætlun FÍ eða Útivistar.

  2. Verð vöru/þjónustu m.VSK og öllum auka kostnaði
    1. Öll verð í vefversluninni eru án virðisaukaskatts, enda allar vörurnar undanþegnar virðisaukaskatti.
    2. Verð geta breyst án fyrirvara.
    3. Eftirfarandi skilmálar gilda um endurgreiðslu á leigu á orlofshúsum og íbúðum:
      • Ef sjóðfélagi hættir við dvöl innanlands á úthlutunartímabili með a.m.k. 14 daga fyrirvara endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjalds. En á öðrum tímum ársins með 7 daga fyrirvara. Ef sjóðfélagi hættir við dvöl með skemmri fyrirvara endurgreiðir sjóðurinn ekki 80% nema að húsið leigist aftur. Heimilt er leigutaka að breyta bókun einu sinni fyrir hverja leigu. Hægt er að breyta í samskonar eða dýrari leigukost, mismunur á kostnaði ekki endurgreiddur. Leigutaki hafi þá samband við orlofsfulltrúa sem sér um slíka breytingu. Þessi breyting þarf að gerast með a.m.k. 14 daga fyrirvara að sumri en a.m.k. 7 daga fyrirvara að vetri. Sama gildir ennfremur þegar hætt er við dvöl eða skipt um tíma í orlofsíbúð erlendis ? þó þannig að í stað 14 daga fyrirvara er fyrirvarinn 21 dagar
    4. Eftirfarandi skilmálar gilda um endurgreiðslu á öðrum vörum:
      • Gjafabréf í flug eru endurgreidd að fullu (kaupfjárhæð og punktar) ef flugfélag ógildir gjafabréf sjóðfélga og sendir OBHM ný gjafabréf, án tilfallandi kostnaðar fyrir sjóðinn. Athugið að gildistími á gjafabréfi sjóðfélaga má ekki vera liðinn.
      • Ef sjóðfélagi skilar keyptum kortum eða hótelmiðum fær hann endurgreitt í samræmi við kvittun fyrir greiðslu og felldan niður frádrátt punkta vegna kaupanna að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
        • Sjóðfélagi hefur ekki nýtt viðkomandi vöru.
        • Sjóðfélagi hefur ekki fengið viðkomandi vöru afhenta.
        • Varan má ekki þegar hafa verið póstlögð af söluaðila til sjóðfélaga.
        • Gildistími vöru er ekki liðinn þegar sjóðsfélagi biður um endurgreiðslu.

  3. Afhendingarskilmálar
    1. Afhendingarmáti
      • Sé um að ræða kaup á Útilegukorti, Veiðikorti eða Golfkorti fær sjóðfélagi kortið sent á skráð heimilisfang
      • Sé um að ræða gjafabréf í flug fær sjóðfélagi gjafakóðann afhentan á kvittun sem verður til við kaupin á gjafabréfinu. Kvittanir má nálgast inn á svæði sjóðfélaga.
      • Sé um að ræða leigu á orlofshúsum eða íbúðum fær sjóðfélagi kvittun við kaup.
        • Eigi það við þá er gefin upp kóði á lyklaboxi til þess að nálgast lykil að leiguhúsnæðinu við upphaf leigutímans.
        • Eigi það við þá þarf að framvísa kvittun hjá umsjónarmanni svæðis.
    2. Afhendingartími
      • Varan afhendist samstundis við kaup ef um er að ræða gjafabréf í flug, hótelmiða, dvöl í orlofshúsi eða gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands eða Útivist. Kvittun verður til inn á svæði sjóðfélaga á síðu Orlofssjóðs BHM.
      • Ef um er að ræða Útilegukort, Veiðikort eða Golfkort afhendist vara í pósti næstu daga á eftir.
    3. Flutningsaðili
      • Ef um er að ræða er Útilegukort, Veiðikort eða Golfkort er flutningsaðilinn Íslandspóstur.
    4. Sendingarkostnaður
      • Sendingarkostnaður greiðist af seljanda, í þeim tilvikum sem um sendingarkostnað er að ræða.

  4. Trúnaður
    1. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
    2. Sendingar úr orlofskerfi OBHM kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu og netfang til að útbúa viðeigandi skilaboð fyrir félagsmenn orlofssjóðs. Þessar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila ef send þarf vöru heim til félagsmanns eða á netfang viðkomandi. Félagsmenn geta ætíð afskráð sig og þannig neitað OBHM um notkun á slíkum upplýsingum.

  5. Varnarþing