Lýsing:
Íbúðin er með 2 svefnherberjum og er 95,7 fm. Hugguleg vinnuaðstaða er á ganginum (borð og stóll). Góð eldhúsaðstaða með barborði og 2 barstólum. Í borðstofunni er borðstofuborð með 6 borðstofustólum. Í stofunni er rúmgóður sófi og sjónvarp. Þvottahús er íbúðinni með þvottavél og þurrkara. Svalir eru á íbúðinni með garðhúsgögnum. Rafrænar Brafa læsingar eru í íbúðinni.
Hægt er að sjá blokkina hér á ja.is.
Mælum með að þeir sem eru að fara að dvelja í íbúðunum skoði myndirnar undir eigninni (fletti alveg út í enda), þar eru ýmsar yfirlitsmyndir.
Sorp:
Sorp þarf að fara með í djúpgáma sem eru hægra megin við húsið. Þegar horft er á bílakjallarann. Plast og pappi saman og síðan blandað heimilissorp.
Panta lín:
Einn pakki af líni kostar 1.500 kr. Hver pakki inniheldur eitt lak, eitt koddaver, eitt sængurver og eitt handklæði. Lín er keypt samhliða bókun á íbúðinni á orlofsvefnum, ef það er ekki gert er þarf að hafa samband við sjodir@bhm.is og óska eftir því að því sé bætt við bókunina.
Þrif:
Sjóðfélagar eiga að þrífa orlofskost eftir dvöl.
Hægt að kaupa þrif gegn greiðslu hjá umsjónarmanni, gsm: 894-0255. Þrifin þarf að panta með 2 daga fyrirvara. Sjóðfélagar ganga frá greiðslu beint við umsjónarmann. Mjög mikilvægt er að þó keypt sé þrif að farið sé með allt rusl út í ruslagáma og allt lín sé tekið af rúmum.
Umsjónarmaður:
Umsjónarmaður er við símann frá kl: 8:00 til 17:00 á virkum dögum. Securitas svarar í símann eftir kl: 17:00 virka daga og um helgar og sinnir einugis brýnum erindum.
Gestarúm:
2 auka gestarúm fyrir allar 4 íbúðirnar eru í geymslunni, hægt er að hafa samband við umsjónarmann í gegnum síma ef sjóðfélagi vill panta auka rúm.