Í húsinu eru tvö svefnherbergi.
- Eitt með hjónarúmi (2 einbreiðar dýnur sem eru saman) og fataskápur.
- Hitt með kojum. Svefnloft er ekki að finna í þessu húsi.
- Tvær aukadýnur fylgja með húsi og svefnsófi er í stofu.
- Eldhús og stofa eru saman í alrými. Allur helsti eldhúsbúnaður fylgir.
- Þ.e., ísskápur (stór með frystihólfi), eldavél, bakaraofn, gasgrill og uppþvottavél.
- Viskustykki, borðtuskur og gólftuskur fylgja með húsinu.
Internet:
- Frítt ótakmarkað internet er í húsinu.
Lín:
- Sjóðfélagar koma með eigið lín (lök, sængurver og koddaver).
- Möguleiki er á að leigja lín hjá umsjónarmanni, en skila þarf líninu aftur á sama stað við lok leigutímans.
Almennt:
- Gestir skulu skila húsinu hreinu og snyrtilegu og skila leigðum rúmfatnaði aftur til umsjónarmanns við brottför (ef við á). Einnig er brýnt að setja lykil í lyklabox aftur.
ATH.
- Yfirgefi sjóðfélagar húsið fyrr en áætlað var má gjarnan láta umsjónarmann vita.
Afþreying:
- Sundurlaug og heita potta má finna á Heiðarbæ og Húsavík í 10 km. fjarðlægð. Á Húsavík má einnig finna sjóböð.
- Á Laugum má finna sundlaug og heita potta í 30 km fjarðlægð.
- Á Húsavík eru verslanir, ýmis þjónusta og afþreying.
- Fótboltavöllur og körfuboltakarfa er á sumarbústaðarsvæðinu.