Lýsing:
Í húsinu eru tvö svefnherbergi:
- Eitt herbergið með hjónarúmi (2 einbreið rúm sem eru hlið við hlið), fataskáp og barnarúmi.
- Hitt herbergið er með koju (2 einbreiðar dýnur).
- Fjórar dýnur eru á svefnlofti.
- Á baðherberginu er sturta, salerni og vaskur.
- Eldhús og stofa er í sameiginlegu rými, þ.e sófi og sjónvarp, eldhúsborð, 6 stólar.
- Ungbarnastóll er í húsinu.
- Allur helsti eldhúsbúnaður er í húsinu; lítill ísskápur með frystihófi, eldavél, bakaraofn ofl.
- Uppþvottavél er ekki í þessu húsi.
- Gasgrill er á staðnum (geymt í geymslunni).
- Viskustykki, borðtuskur og gólftuskur fylgja með húsinu.
Internet:
- Frítt ótakmarkað internet er í húsinu.
Lín:
- Sjóðfélagar koma með sitt eigið lín (lök, sængurver og koddaver).
- Möguleiki er á að leigja lín hjá umsjónarmanni, en skila þarf líninu aftur til viðkomandi við lok leigutímans.
Afþreying:
- Sundurlaug og heita potta má finna á Heiðarbæ og Húsavík í 10 km. fjarðlægð. Á Húsavík má einnig finna sjóböð.
- Á Laugum má finna sundlaug og heita potta í 30 km fjarðlægð.
- Á Húsavík eru verslanir, ýmis þjónusta og afþreying.
- Fótboltavöllur og körfuboltakarfa er á sumarbústaðarsvæðinu.