Lýsing:

Íbúðin er er 93,5 fm á tveimur hæðum. Stigi er upp að íbúðinni og inn í henni. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og svefnaðstaða er fyrir sex manns. Í svefnherbergi á neðri hæð er tvíbreitt hjónarúm en í svefnherbergi á efri hæð eru tvö einbreið rúm sem hægt er að setja sundur eða saman. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni (á neðri og efri hæð). Svalir eru á íbúðinni með útihúsgögnum. 

Annað:

Þrif og lín:

Sjóðsfélagar þrífa sjálfir eftir dvöl. Hægt að kaupa þrif gegn greiðslu hjá Þrif og Ræstivörum á Akureyri. Þrifin er hægt að panta í síma 865-2425 á milli kl: 9: - 16:00. Þrifin þarf að panta með a.m.k. sólarhringsfyrirvara. Sjóðfélagar ganga frá greiðslu beint við Þrif og Ræstivörur.

Mikilvægt er að taka með sér lök, sængurver og koddaver. Ekki er hægt að leigja lín.