Á neðri hæð er eitt svefnherbergi með rúmi sem er 120cmx210cm (tvíbreitt).

Á efri hæð eru tvö herbergi, hvort tveggja með tveimur rúmum sem eru annars vegar 75cmx200cm (einbreitt) hins vegar 115cmx200cm (tvíbreitt).

Rúmin duga fyrir átta manns en við bendum sjóðsfélögum á að rúmin eru minni en staðlaðar stærðir af tvíbreiðum og einbreiðum rúmum. Arinn er í stofunni.

Heita pott og grill má finna á verönd.

 


ATH-Hvorki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr á svæðinu né í húsunum.

-Yfir vetrartímann getur orðið snjóþungt á svæðinu því er mikilvægt að kanna aðstæður áður en farið er á fólksbílum í Miðhús.

 

Búnaður

Allur helsti eldhúsbúnaður fylgir s.s. ísskápur, eldavél og bakaraofn, uppvottavél og örbylgjuorfn.

Hægt er að kaupa aðgang að interneti, leiðbeiningar um það koma upp þegar internet er valið í tölvunni.  

 

Lín

Rúmföt er einungis hægt að leigja á sumrin og er það gert hjá umsjónarmanni.

Sængurverasett kostar 1000 kr., lak kostar 400, stórt baðhandklæði 400 kr. og lítið handklæði 250 kr. Gestir eru beðnir um að láta umsjónarmann vita í tíma símleiðis ef þeir óska eftir að leigja sængurver eða handklæði.

 

Þrif 

Gestir skulu skila húsunum hreinum og snyrtilegum, þrífa vel ísskáp og salerni, þvo gólf. Skilja má lykla eftir í lyklaskáp eða á eldhúsbekk við brottför, og leigt lín og tuskur má skilja eftir í pokum inni í húsinu. Telji gestur húsið illa þrifið ber honum að láta umsjónarmann vita.

 

Umsjón

Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl. 17:00 og um helgar nema að erindið sé brýnt. Megi erindi þitt bíða þá getur þú sent póst á sjodir@bhm.is. Erindi þitt verður þá afgreitt næsta virka dag. Gestir skulu tilkynna umsjónarmanni áformaðan brottfarartíma.