Lýsing

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Eitt herbergi með rúmi sem er 160x200cm. Í hinum tveimru herbergjunum eru kojur.  Neðri koja í öðru herberginu er 100x190cm og efri kojan er 80x190cm. Í hinu herberginu er neðri kojan 120x190cm og efri kojan 80x190cm. Á útiverönd er heitur pottur, fjórir stólar, útiborð og gasgrill. Þráðlaust net er í húsinu sem leigjendur geta keypt aðgang að, leiðbeiningar um það eru á staðnum.

Leigjendur þurfa að hafa með sér tuskur.

 

Lín

Orlofsgestir þurfa að koma með lín sjálfir. Ekki er í boði að leigja lín.

 

Þrif

Orlofsgestir þrífa eftir sig sjálfir skv. leiðbeiningum í bústað. Rusl og flöskur fara í gáma. Við bendum sjóðfélögum á að fara eftir leiðbeiningum í upplýsingamöppu um frágang í sumarhúsum. Þrifagjald er innheimt ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns.

 

Leigutími

Frá kl. 17:00 á komudegi / Til kl. 12:00 á brottfarardegi.

 

Net

4G netbeinir er í húsinu og hægt er að kaupa aðgang að neti, leiðbeiningar um slíkt má finna í möppu í húsinu.

 

Umsjón

Númer hjá umsjónarmanni finnur þú á kvittun þinni og á blaði í bústaðnum. Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl. 17:00 og um helgar nema að erindið sé brýnt. Megi erindi þitt bíða þá getur þú sent póst á sjodir@bhm.is. Erindi þitt verður þá afgreitt næsta virka dag.

 

Afþreying

 

Aðrar upplýsingar

Við minnum sjóðfélaga á að lausaganga dýra á svæðinu er bönnuð og auk þess er meðferð skotvopna á svæðinu stranglega bönnuð.

Gæludýr

Kæri sjóðfélagi, það er mjög mikilvægt að reglur um hundahald séu virtar. Lausaganga hunda á svæðinu er bönnuð og vegna þess þurfa hundar alltaf að vera í bandi. Þá eru eigendur beðnir um að hreinsa alltaf upp eftir hundana. Þá biðjum við sjóðsfélaga vinsamlegast að leyfa dýrum hvorki að vera í rúmum né upp á húsgögnum.

 

Athugið

Kæri sjóðfélagi, um leið og við viljum að þú njótir dvalar þinna þá minnum við á að margir bústaðir í kringum þig eru í einkaeigu. Vegna þess biðjum við þig vinsamlegst um að taka tillit til "nágranna" þinna og reyna að lágmarka allan hávaða á kvöldin, hvort sem er innandyra eða utandyra (í heita pottinum). Þá er heldur ekki æskilegt að of margir séu í húsinu og við biðjum ykkur því að virða fjöldatakmarkanir í húsum.