Lýsing:

Húsið:

Stærð er 65,2 m² og auk þess er 24,0 m² gestahús.

Í húsinu eru 2 svefnherbergi bæði með tvíbreiðum rúmum. 

Eldhús og stofa eru í alrými. Inn inn stofu er kamína. Inn á baðherbergi er salerni, vaskur og sturta. Á útiverönd er heitur pottur og í geymslu er gasgril.

Gestahúsið:

  Eitt herbergi með hjónarúmi og stækkanlegum svefnsófa með plássi fyrir 1. Einnig er vaskur, salerni og sturta.

Lín:
Orlofsgestir þurfa að koma með lín sjálfir. Ekki er í boði að leigja lín.

Þrif:
Orlofsgestir þrífa eftir sig sjálfir skv. leiðbeiningum í bústað. Almennt rusl, pappír og flöskur/dósir fara í gáma. Við bendum sjóðfélögum á að fara eftir leiðbeiningum í upplýsingamöppu um frágang í sumarhúsum.

Þrifagjald er innheimt að upphæð 25.000 kr ef ekki er þrifið nægilega vel eftir að umsjónarmaður hefur yfirfarið bústaðinn eftir dvöl sjóðsfélaga.

Kaup á þrifum:
Möguleiki er að kaupa þrif, hafa þarf samband við Johnny með lágmarki 2 daga fyrirvara (tölvupósti eða símleiðis), jndelux@hotmail.com, gsm: 783-5009.

Internet:
Frítt internet er í húsinu. 

Umsjón:
Umsjónarmaður er á svæðinu 8:00 - 17:00 í síma. Securitas svarar í símann eftir kl: 17:00 virka daga og um helgar og sinnir þá einungis brýnum erindum. 

Afþreying:
Aðrar upplýsingar: Við minnum sjóðfélaga á að lausaganga dýra á svæðinu er bönnuð og auk þess er meðferð skotvopna á svæðinu stranglega bönnuð.