Vegna lúsmýs um allt land - takið með skordýrafæluspray
Lýsing:
- Húsið skiptist í rúmgóða forstofu, stóra stofu og eldhús, baðherbergi með sturtu, salernissnyrting í svefnálmu og þrjú svefnherbergi.
- Í stofunni er rúmgóður sófi og 4 stólar.
- Í tveimur svefnherbergjum eru tvíbreið rúm 160 x 200 cm, auk koju með 90 x 200 cm dýnum. Í þriðja herberginu eru 2 kojur með 90 x 200 cm dýnum. Svefnpláss er fyrir 4 í hverju herbergi eða alls 12 manns.
- Opið er á milli eldhúss og stofu.
- Þvottavél og þurrkari er í þvottahúsi inn af eldhúsi, ásamt þvottahúsvasks.
- Stór verönd með heitum potti, gasgrilli og garðhúsgögnum.
Leigt lín & keypt þrif:
- Þvottur & Lín bjóða upp á leigu á líni (rúmföt og handklæði) og þrifum fyrir sjóðfélaga.
- Hægt er að fá upplýsingar um verð og afhendingu með því að senda tölvupóst panta@thvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845.
- Athugið að panta þarf lín og/eða þrif með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.
- Sjóðfélagar panta þrif og lín sjálfir og greiða fyrir það beint til þjónustuaðila.