Lýsing:
- Þegar gengið er inn í húsið er baðherbergið á vinstri hönd (ræstivörur eru í skáp þar). Svefnherbergi er til hægri með rúmi sem er 120 cm x 210 cm. Fyrir innan er stofa og eldhús. Úr stofunni er hægt að fara út á verönd.
- Á efri hæð eru tvö herbergi, hvort tveggja með tveimur rúmum sem eru annars vegar 75 cm x 200 cm og hins vegar 115 cm x 200 cm. Barnastóll og barnaferðarúm er einnig geymd á efri hæð.
- Sængur og koddar eru fyrir átta manns en við bendum sjóðsfélögum á að rúmin eru minni en staðlaðar stærðir af tvíbreiðum og einbreiðum rúmum.
- Á verönd er heitur pottur, útisturta (bara nothæf á sumrin), grill & útihúsgögn.
- Yfir vetrartímann getur orðið snjóþungt á svæðinu því er mikilvægt að kanna aðstæður áður en farið er á fólksbílum í Miðhús. Reynt er að ryðja veginn á komu- og brottfaradegi. Sandker og skóflur eru staðsett við bifreiðastæði hvers húss, og er gestum bent á þau ef hálka skapast yfir vetrartíman.
- Snjór er ekki ruddur af pöllum og göngustígum en skóflur eru utan á húsunum.
Panta þrif:
Hægt er að panta þrif með því að hringja í síma 894-7786 eða í gegnum tölvupóst á heimiliogthrif@gmail.com. Panta þarf þrif með 2 daga fyrirvara. Kaup á þrifum fer í gegnum þetta fyrirtæki og þeirra verðskrá.
Lín:
Mjög mikilvægt er að gestir koma sjálfir með lín (lök, sængurver og koddarver). Ekki er hægt að panta lín.
Internet:
Frítt þráðlaust internet er í húsinu.
Umsjón:
Umsjónarmaður er við virka daga frá kl: 8:00 - 17:00 í síma 894-9695. Eftir kl: 17:00 virka daga og um helgar svarar Securitas í símann og sinnir einungis brýnum erindum.
Athugasemdir:
Hafi sjóðfélagi einhverjar athugasemdir varðandi húsið (eitthvað vanti og/eða sé bilað) er hægt að hafa samband við umsjónarmann í síma 894-9695. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sjoðir@bhm.is.
Hér er skemmtilegur vefur til þess að skoða nágrennið.