Lýsing:
- Í húsinu er forstofa og stofa og eldhús í sama rými, baðherbergi með sturtu, tvö svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum (90 cm x 180 cm) sem hægt er að færa saman og í sundur.
- Tvær aukadýnur, 75 cm x 196 cm.
- Útipallur er með grilli, útihúsgögnum og heitum potti.
Leigt lín & keypt þrif:
- Þvottur & Lín bjóða upp á leigu á líni (rúmföt og handklæði) og þrifum fyrir sjóðfélaga.
- Hægt er að fá upplýsingar um verð og afhendingu með því að senda tölvupóst panta@thvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845.
- Athugið að panta þarf lín og/eða þrif með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.
- Sjóðfélagar panta þrif og lín sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila.