Lýsing:

Í íbúðinni er eitt rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, samliggjandi stofa og borðstofa og góðar svalir. Barnarúm er inn í fataskáp. Hjónarúmið er 180 cm x 200 cm og svefnsófinn er 140 cm x 180 cm. Rafrænar Brafa læsingar eru í íbúðinni.

Lín:

Afar mikilvægt er að taka með sér lök, sængurver og koddaver á rúmin.

 Panta lín: 

Einn pakki af líni kostar 1.500 kr. Hver pakki inniheldur eitt lak, eitt koddaver, eitt sængurver og eitt handklæði. Lín er keypt samhliða bókun á íbúðinni á orlofsvefnum, ef það er ekki gert er þarf að hafa samband við sjodir@bhm.is og óska eftir því að því sé bætt við bókunina.


Þrif:

Sjóðfélagar eiga að þrífa orlofskost eftir dvöl. 

Hægt að kaupa þrif gegn greiðslu hjá umsjónarmanni, gsm: 894-0255. Þrifin þarf að panta með 2 daga fyrirvara. Sjóðfélagar ganga frá greiðslu beint við umsjónarmann. Mjög mikilvægt er að þó keypt sé þrif að farið sé með allt rusl út í ruslagáma og allt lín sé tekið af rúmum. 

 

 

Umsjónarmaður:

Umsjónarmaður er við frá kl. 08:00 til kl. 17:00 á virkum dögum 894-0255. Securitas svarar í símann eftir kl: 17:00 virka daga og um helgar og sinnir einugis brýnum erindum.