Leita

Tímabil:
 
 
Stærð:
Vinsælar eignir Fleiri eignir >>
  • Ólafsvík- Bæjartúni 5

  • Starfsmannafélagið hefur umsjón með útleigu íbúðar að Bæjartúni 5, Ólafsvík, sem er á efri hæð póstafgreiðslunnar á staðnum.  Íbúðin stendur öllum fastráðnum starfsmönnum Íslandspósts til boða. Íbúðin er vel staðsett og vel útbúin. Í henni eru þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir 8 manns og að auki barnarúm. Borðbúnaður er fyrir 12 manns, eldhús með öllum græjum, uppþvottavél, örbylgjuofn og gasgrill. Baðherbergi með sturtu. Stór og björt stofa með sjónvarpi, dvd og hljómflutningstækjum. Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ.  Þar er stór fiskiskipahöfn og þaðan siglir hvalskoðunarbátur yfir sumartímann.  Í bænum er hótel, gistiheimili og tjaldstæði, verslun,  veitingstaðir, söluturnar og sundlaug.  Efst í Bæjargili er Bæjarfoss.  Gönguleið er upp á Ólafsvíkurenni sem er ofan við bæinn.  Minjasafn og upplýsingamiðstöð er í Pakkhúsinu.  íbúafjöldi er 1016 (skv. heimasíðu Snæfellsbæjar). Einnig má finna 9 holu golfvöll rétt utan við bæinn.   Ólafsvík er í 194 km. fjarlægð frá RVK um Fróðárheiði og 203 km ef farið er s.k. Vatnaleið eða rúmlega 2  klst. akstur frá Reykjavík.  

  • Nánar >>