Við mælum með því að nota nýjustu útgáfu Google Chrome eða Mozilla Firefox til að síða virki sem best. Margir eiginleikar Frímann virka ekki í eldri útgáfum Internet Explorer, Opera og Safari og við getum oft ekki veitt tæknilega aðstoð ef þú notar úreltan vafra.

Upplýsingar eignar  -  SUMAR Blönduós - Brautarhvammur - Hús 21-29
Skilmálar
Ábyrgð, leyfi og athugasemdir Orlofshúsnæði sem hér ræðir um er eign leigusala sem sér um rekstur og viðhald á orlofshúsnæðinu. Leigusali skal sjá til þess að orlofshúsnæði sé vel við haldið. Þurfi leigutaki á aðstoð að halda eða vill koma kvörtunum á framfæri vegna orlofshúsnæðisins þá skal hann snúa sér til leigusala. OKÍ ber ekki að leysa úr kvörtunum sem berast í tengslum við orlofshúsnæðið. Leigutaka er þó heimilt að senda OKÍ afrit af kvörtunum og mun OKÍ hafa þær til hliðsjónar þegar skoðað er hvort endurnýjaður verður samningur milli leigusala og OKÍ vegna aðgangs leigusala að orlofsbókunarvél. Bilun á heitum potti veitir leigutaka ekki rétt á afslætti af leiguverði. Leigusali skuldbindur sig til að hafa öll tilskilin leyfi til útleigu orlofshúsnæðis. Leigusali skuldbindur sig jafnframt til að greiða til réttra aðila alla þá skatta og gjöld sem honum ber að innheimta af leigutaka eða öðrum vegna leigu. OKÍ er ekki ábyrgt fyrir innheimtu eða skilum á sköttum og gjöldum. Leigutaki ber ábyrgð á orlofshúsnæðinu og þar með talið öllum búnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta leigusala það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem dvelja í orlofshúsnæðinu á leigutíma. Leigutaka ber að tilkynna leigusala um allar skemmdir sem kunna að verða á orlofshúsnæði. Leigutaki og gestir hans skulu ganga vel um orlofshúsnæðið og orlofssvæðið og gæta þess að spilla hvorki gróðri né landi á nokkurn hátt. Leigutaki og gestir hans skulu jafnframt forðast hávaða og bílaumferð á orlofssvæðinu. OKÍ og tengd félög eru á engan hátt ábyrg fyrir leigu orlofshúsnæðisins og bera því hvorki ábyrgð á þeim skaða sem leigusali og leigutaki kunna að valda eða verða fyrir í tengslum við leigu orlofshúsnæðisins. OKÍ annast almennt hvorki milligöngu um innheimtu bóta fyrir hönd leigutaka né leigusala í tengslum við leigu á orlofshúsnæðinu. Upplýsingar um orlofshúsnæði byggir á upplýsingum frá leigusala. Leigusali er því ábyrgur fyrir því að þær séu réttar. Orlofshúsnæðið er ekki tryggt af OKÍ. Eina aðkoma OKÍ að leigu orlofshúsnæðisins er að veita leigusala aðgang að orlofsbókunarvél.
Framleiga og lán Leigutaka er með öllu óheimilt að framleigja eða lána orlofshúsnæðið hvort sem það er að hluta eða allan leigutíma. Framleiga eða lán geta varðað leigutaka sektum fyrir hvern þann dag sem leigutaki leigði orlofshúsnæðið hvort sem leigutaki hafi framleigt/lánað orlofshúsnæðið hluta eða allan leigutíma. Leigutaki skal hafa skilríki og afrit af leigusamning í orlofshúsnæði á meðan á leigu stendur og framvísa óski leigusali þess svo hægt sé að sannreyna réttan leigutaka og leigutíma.
Þjónusta leigusala Almennt er hægt að ná í tengilið leigusala í síma 820 1300 frá kl. 12:00 til kl. 17:00: á virkum dögum og frá kl. 12:00 til kl. 15:00 á öðrum dögum og skal hafa samband við hann á framagreindum tímum fari eitthvað úrskeiðis t.d. ef eitthvað skemmist eða vart verður við bilanir. Leigutaki er vinsamlegast beðinn um að ónáða tengilið leigusala ekki á öðrum tímum nema í neyðartilfellum. Neyðartilfelli teljast t.d. alvarleg slys og veikindi eða leki sem gæti valdið skemmtun á orlofshúsinu verði ekki tafarlaust gert við hann. Bilun á heitum potti, skortur á gasi fyrir gasgrill og annað þess um líkt telst almennt ekki til neyðartilfella. Sé tengiliður leigusala kallaður út utan framangreinds tíma án þess að um neyðartilfelli sé að ræða greiðist útkallsgjald
Þrif og umgengni Leigusali skal sjá til þess að orlofshúsnæðið og lóð sé hrein við afhendingu til leigutaka. Leigutaki ber ábyrgð á því að gengið sé vel um orlofshúsnæðið, að það sé ræst daglega á leigutíma, að því sé skilað hreinu og að hver hlutur sé á sínum stað við skil. Leigutaki ber jafnframt ábyrgð á að hirða upp rusl á lóð orlofshúsnæðis eftir hann og gesti hans. Sé þrifum ábótavant eða um skemmdir eru að ræða á húsnæðinu eða búnaði þess þá áskilur leigusali sér að innheimta þrifa-/ræstigjald vegna þessa. Lágmarksgjald vegna slíks er kr. 15.000 og verður krafa send til félagsmanns. Ef um skemmdir er að ræða er hvert tilfelli skoðað sérstaklega. Leigutaka ber að hafa í huga þá meginreglu að skila orlofshúsnæðinu eins og hann vill taka við því.
Afbókanir Leigutaka er heimilt að afbóka leigu orlofshúsnæðis geri hann það svo fljótt sem auðið er og sendi hann tilkynningu um afbókun með tölvupósti til skrifstofu Orlofssjóðs KÍ á netfangið orlof@ki.is / eða á leigusala á netfangið gladheimar@simnet.is . Berist munnleg (síma) tilkynning um að leigutaki ætli að afbóka orlofshúsnæðið þá öðlast hún ekki gildi nema að henni [afbókun] verði fylgt eftir með tölvupósti svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs og / eða leigusala. Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst. Ef veikindi eða önnur meiriháttar áföll koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna skrifstofu sjóðsins það skriflega svo fljótt sem kostur er, eigi síðar en kl. 12:00 upphafsdag leigutíma. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald gegn framvísun læknisvottorðs og uppfærist þá punktastaða. Ath. OKÍ greiðir ekki fyrir læknisvottorð. Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða veðurstofu koma í veg fyrir orlofsdvöl skal leigusali endurgreiða allt að 80% leiguverðs. Skilyrði þess er þó að leigutaki skili staðfestingu opinberra aðila sem sannar ófærð og með tölvupósti á netfangið orlof@ki.is í síðasta lagi við upphaf leigu. Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl þarf að greiða breytinga- eða skilagjald til OKÍ sem kemur fram í gjaldskrá hans. Árið 2019-20 er sú upphæð kr. 2.500 og áskilur stjórn OKÍ sér að endurskoða gjaldið árlega. Sé orlofshúsnæði afbókað með meira en tveggja vikna (14 sólarhringa) fyrirvara afsalar leigusali sér að fullu leiguverði. Leigutaki greiðir þó OKÍ breytinga- eða skilagjald. Sé orlofshúsnæði afbókað innan 14-8 daga áður en leiga hefst afsalar leigusali sér er 75% leiguverðs. Leigusali greiðir OKÍ þá breytinga- eða skilagjald. Sé orlofshúsnæði afbókað áður en 7-3 dagar eru í upphaf leigu afsalar leigusali sér 25% leiguverðs. Leigusali greiðir OKÍ þá breytinga- eða skilagjald. Sé orlofshúsnæði afbókað innan 3 daga (72 klst.) áður en leiga hefst þarf leigutaki að greiða alla orlofsbókun að fullu. Leigusali greiðir OKÍ þá breytinga- eða skilagjald. OKÍ sér um uppgjör þess leiguverðs sem leigusali afsalar sér til leigutaka.
Útkallsgjald 20.000 kr